Steinunn Bergmann

http://www.isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Kynning á verkefnum Norrænu velferðarvaktarinnar

16.09.2015 09:09 - 3712 lestrar

Velferðarvá
– hvernig á að bregðast við kreppu?


Kynning á verkefnum Norrænu velferðarvaktarinnar í Norræna húsinu
fimmtudaginn 17. september 2015 kl. 12.00–13.15.


Verkefnið skiptist í nokkra meginþætti sem kynntir verða með stuttum framsögum:

Ávarp ráðherra
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Hamfarir og hlutverk félagsþjónustu
Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, greinir frá verkefni þar sem sérstök áhersla er lögð á hlutverk félagsþjónustu sveitarfélaga á tímum hamfara, hvernig megi samhæfa viðbrögð velferðarkerfa í kjölfar vár og efla viðnámsþrótt einstaklinga og samfélaga.

Norrænir velferðarvísar – mikilvægi vöktunar
Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, kynnir undirbúning við þróun norrænna velferðarvísa sem koma til með að lýsa þróun velferðar á Norðurlöndunum.

Fjölþjóðleg rannsókn á viðbrögðum við kreppum
Stefán Ólafsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, fjallar um afleiðingar fjármálakreppa á Norðurlöndunum, viðbrögð stjórnvalda og árangur af þeim.

Efnahagskreppan 2008 og velferð almennings: Ísland í evrópskum samanburði
Agnar Freyr Helgason, doktor í stjórnmálafræði, greinir frá áhrifum kreppunnar 2008 á velferð almennings í Evrópu og helstu viðbrögðum evrópskra stjórnvalda við kreppunni.


Norræna velferðarvaktin er eitt verkefna í formennskuáætlun Íslands og er þriggja ára rannsóknarverkefni sem stendur yfir árin 2014–2016 og miðar að því að styrkja og stuðla að sjálfbærni norrænu velferðarkerfanna.



Kynningin er opin og allir velkomnir. Boðið verður upp á samlokur.
Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið
postur@vel.is

Heimir Hilmarsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi meistararitgerð á sviði velferðarmála 2015

30.07.2015 11:21 - 3722 lestrar

Stjórn Ís-Forsa veitti í fyrsta sinn viðurkenningu fyrir framúrskarandi meistararitgerð á sviði velferðarmála á árlegu málþingi sínu sem haldið var 11. maí 2010. Sérstök nefnd mat ritgerðirnar sem tilnefndar voru af háskólakennurum. Að þessu sinni var viðurkenningin veitt á aðalfundi Ís-Forsa 21. maí 2015.

 

Sjö einstaklingar sem luku meistaraprófi í félagsráðgjöf árið 2015 með framúrskarandi árangri voru tilnefndir. Þeir voru Agnes Þorsteinsdóttir Fangar sem afplána dóm fyrir ofbeldisbrot: Úrræði, Halla Dröfn Jónsdóttir Stuðningsúrræði starfsmanna barnaverndar „Þetta er í raun bara það sem hefur alltaf verið gert“, Kolbrún Ýr Guðmundsdóttir  Starfsþjálfun í félagsráðgjöf „raunveruleikinn er bara allt öðruvísi“, Kristjana Gunnarsdóttir Afdrif fólks sem hafur fengið fjárhagsaðstoð til framfærslu. Eftirfylgd og áhrifaþættir, Unnur Ósk Páldsóttir Þessi endalausa óvissa. Reynsla foreldra í greiðsluvanda, Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Gagnreyndar aðferðir við félagslega ráðgjöf í málefnum aldraðra og Heimir Hilmarsson sem hlaut viðurkenningu Ís-Forsa Reynsla feðra sem ekki deila lögheimili með barni. „Þú átt engin börn“.

 

Með veitingu viðurkenningarinnar vill stjórn Ís-Forsa stuðla að viðgangi framhaldsnáms á sviði velferðaþjónustu og að viðurkenning fyrir framúrskarandi framlag til rannsókna á meistarastigi geti orðið meistaranemum hvatning og stuðlað að vandaðri nýsköpun þekkingar.

 

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Bergmann, formaður Ís-Forsa, netfang: steinunn@bvs.is


Félagsráðgjafarþing 2015

18.02.2015 18:11 - 4329 lestrar

Föstudaginn 20. febrúar næstkomandi stendur Félagsráðgjafafélag Íslands, Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Hollvinasamtök Félagsráðgjafardeildar og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd fyrir Félagsráðgjafaþingi. Dagskráin í ár samanstendur af fjölda vinnu-og málstofa um félagsráðgjöf og fagþróun á hinum margvíslegu málasviðum félagsráðgjafar, s.s. samstarf í barnavernd, samfélagsvinnu, félagsþjónustu framtíðarinnar, öldrunarþjónustu, skólafélagsráðgjöf, starfendurhæfingu og velferðartækni. Dagurinn hefst á pallborði um félagsráðgjöf framtíðarinnar.
 
Þingið er öllum opið.  Skráning og nánari upplýsingar er á www.felagsradgjof.is


Ráðstefna FORSA i Norden og NASSW í Malmö 8. - 10. október 2014

26.09.2014 10:04 - 4429 lestrar

affischnordicforsa2014_400Upplýsingar vegna ráðstefnu FORSA í Norden er að finna á nordicforsa2014.nu

 

 

 

 


Viðurkenning vegna um framúrskarandi meistararitgerðar

21.05.2014 23:44 - 4284 lestrar

Árlega auglýsir Ís-Forsa -samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf, eftir tilnefningum vegna framúrskarandi framlags  til rannsókna á meistarastigi.  Alls bárust að þessu sinni sex tilnefningar vegna framúrskarandi ritgerðar sem lokið var á árinu 2013.

vidurkenningarhafi_2014_120Viðurkenningu að þessu sinni  hlaut Hugrún Linda Guðmundsdóttir vegna ritgerðar sinnar, Atvinnuleitendur 50+  Þetta er engan veginn eðlilegt ástand.  Hugrún er að ljúka MA prófi til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Leiðbeinandi hennar var Guðný Björk Eydal prófessor við Félagsráðgjafardeild.

Í rannsókninni er fjallað um stöðu eldri atvinnuleitenda í kjölfar efnahagskreppunnar og því áfalli sem atvinnumissir er. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að hér sé fjallað á einstaklega greinargóðan hátt  um aðstæður og hagi fólks sem hefur náð 50 ára aldri og býr við langtímaatvinnuleysi. Einnig er það talið ritgerðinni til tekna að niðurstöðurnar eru hagnýtar, þar sem bent er á leiðir til að bregðast við þessari stöðu, með því að þróa lausnir og úrræði og finna leiðir til að nýta þann mannauð og þá reynslu sem þetta fólk býr yfir, sem virðist glatast eins og staðan er í dag. Bent er á að höfundur líti fram á veginn með tillögum til úrbóta sem í  felst nýsköpun. Hugtökin styrkleiki valdefling og velsæld eru miðlæg og hægt er að nýta velsældarlíkanið (Nefs dynamic model of wellbeing) sem kynnt er í ritgerðinni með ýmsum hópum í samfélaginu. Fjallað er um stöðu og líðan hóps sem ekki hefur fengið mikla athygli í  þeim  sviftingum sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum undanfarin ár.


Snemmbær íhlutun - norrænar niðurstöður

13.08.2013 23:02 - 4623 lestrar

Norræna velferðarmiðstöðin (Nordens velferdscenter) stóð fyrir ráðstefnu um „Snemmbæra íhlutun fyrir fjölskyldur" í desember 2012 í Stokkhólmi. Unnið er að miðlun niðurstaðna úr verkefninu með kynningum námstefnum.

8. október 2013 verður námstefna í Norræna húsinu í Reykjavík um fyrrgreint efni. Efni námstefnunnur á erindi við fagfólk á vettvangi, rannsakendur, stjórnendur og stefnumótandi aðila innan velferðarþjónustunnar á svið barna og fjölskyldumála.

Námstefnan er skipulöð í samstarfi við Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd (RBF), Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Barnaverndarstofu, Velferðarráðuneytið og Ís-Forsa.

Námstefnan fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar á http://www.nordicwelfare.org/reykjavikeng

« fyrri síđa | nćsta síđa »

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti




Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

133 heimsóknir í dag og 611292 samtals
133 flettingar í dag og 679827 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur