Steinunn Bergmann

http://www.isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Heimir Hilmarsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi meistararitgerð á sviði velferðarmála 2015

30.07.2015 11:21 - 3727 lestrar

Stjórn Ís-Forsa veitti í fyrsta sinn viðurkenningu fyrir framúrskarandi meistararitgerð á sviði velferðarmála á árlegu málþingi sínu sem haldið var 11. maí 2010. Sérstök nefnd mat ritgerðirnar sem tilnefndar voru af háskólakennurum. Að þessu sinni var viðurkenningin veitt á aðalfundi Ís-Forsa 21. maí 2015.

 

Sjö einstaklingar sem luku meistaraprófi í félagsráðgjöf árið 2015 með framúrskarandi árangri voru tilnefndir. Þeir voru Agnes Þorsteinsdóttir Fangar sem afplána dóm fyrir ofbeldisbrot: Úrræði, Halla Dröfn Jónsdóttir Stuðningsúrræði starfsmanna barnaverndar „Þetta er í raun bara það sem hefur alltaf verið gert“, Kolbrún Ýr Guðmundsdóttir  Starfsþjálfun í félagsráðgjöf „raunveruleikinn er bara allt öðruvísi“, Kristjana Gunnarsdóttir Afdrif fólks sem hafur fengið fjárhagsaðstoð til framfærslu. Eftirfylgd og áhrifaþættir, Unnur Ósk Páldsóttir Þessi endalausa óvissa. Reynsla foreldra í greiðsluvanda, Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Gagnreyndar aðferðir við félagslega ráðgjöf í málefnum aldraðra og Heimir Hilmarsson sem hlaut viðurkenningu Ís-Forsa Reynsla feðra sem ekki deila lögheimili með barni. „Þú átt engin börn“.

 

Með veitingu viðurkenningarinnar vill stjórn Ís-Forsa stuðla að viðgangi framhaldsnáms á sviði velferðaþjónustu og að viðurkenning fyrir framúrskarandi framlag til rannsókna á meistarastigi geti orðið meistaranemum hvatning og stuðlað að vandaðri nýsköpun þekkingar.

 

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Bergmann, formaður Ís-Forsa, netfang: steinunn@bvs.is

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti




Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

165 heimsóknir í dag og 611660 samtals
166 flettingar í dag og 680196 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur