Steinunn Bergmann

http://www.isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf - er félag þeirra sem vilja styðja við og efla rannsóknir í félagsráðgjöf. Ís-Forsa var stofnað í apríl 2002.

Efni

Kynning á verkefnum Norrænu velferðarvaktarinnar

16.09.2015 09:09 - 1864 lestrar

Velferðarvá
– hvernig á að bregðast við kreppu?


Kynning á verkefnum Norrænu velferðarvaktarinnar í Norræna húsinu
fimmtudaginn 17. september 2015 kl. 12.00–13.15.


Verkefnið skiptist í nokkra meginþætti sem kynntir verða með stuttum framsögum:

Ávarp ráðherra
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Hamfarir og hlutverk félagsþjónustu
Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, greinir frá verkefni þar sem sérstök áhersla er lögð á hlutverk félagsþjónustu sveitarfélaga á tímum hamfara, hvernig megi samhæfa viðbrögð velferðarkerfa í kjölfar vár og efla viðnámsþrótt einstaklinga og samfélaga.

Norrænir velferðarvísar – mikilvægi vöktunar
Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, kynnir undirbúning við þróun norrænna velferðarvísa sem koma til með að lýsa þróun velferðar á Norðurlöndunum.

Fjölþjóðleg rannsókn á viðbrögðum við kreppum
Stefán Ólafsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, fjallar um afleiðingar fjármálakreppa á Norðurlöndunum, viðbrögð stjórnvalda og árangur af þeim.

Efnahagskreppan 2008 og velferð almennings: Ísland í evrópskum samanburði
Agnar Freyr Helgason, doktor í stjórnmálafræði, greinir frá áhrifum kreppunnar 2008 á velferð almennings í Evrópu og helstu viðbrögðum evrópskra stjórnvalda við kreppunni.


Norræna velferðarvaktin er eitt verkefna í formennskuáætlun Íslands og er þriggja ára rannsóknarverkefni sem stendur yfir árin 2014–2016 og miðar að því að styrkja og stuðla að sjálfbærni norrænu velferðarkerfanna.Kynningin er opin og allir velkomnir. Boðið verður upp á samlokur.
Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið
postur@vel.is
Upp aftur

Vinstri hli

Leturstrir

Upp aftur

Pstlisti
ryggiski

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsknir

59 heimsóknir í dag og 369439 samtals
59 flettingar í dag og 414552 samtals

Vefurinn fr lofti 29.03.2007

Upp aftur