Steinunn Bergmann

http://www.isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf - er félag þeirra sem vilja styðja við og efla rannsóknir í félagsráðgjöf. Ís-Forsa var stofnað í apríl 2002.

Efni

Ráðstefna Norrænu velferðarvaktarinnar

12.09.2016 17:24 - 1983 lestrar

Lokaráðstefna Norrænu velferðarvaktarinnar verður haldin 10. nóvember nk. á hótel Hilton Nordica. Þar verður kynnt lokaafurð þriggja ára formennskuverkefnis Íslands í Norræna ráðherraráðinu.

Norræna velferðarvaktin er rannsóknarverkefni sem unnið hefur verið undir forystu Íslendinga, þeirra Guðnýjar Bjarkar Eydal, prófessors í HÍ, Stefáns Ólafssonar, prófessors í HÍ og Sigríðar Jónsdóttur, sérfræðings í velferðarráðuneytinu. Verkefnið miðar að því að rannsaka áhrif kreppa á velferðarkerfin, bera saman viðbrögð við kreppum, samræma varnir gagnvart framtíðaráskorunum og þróa norræna velferðarvísa til að auðvelda vöktun velferðar.

Aðalfyrirlesarar verða prófessor Jonas Pontusson og prófessor Lena Dominelli sem bæði búa yfir áralangri reynslu og þekkingu á þessu sviði.

Hér er krækja  á boðsbréf sem sent hefur verið út http://ministryofwelfare.is/invitation og hér er krækja á heimasíðu ráðstefnunnar þar sem hægt er að skrá sig www.nww.is.

Þátttökugjald er einungis 2000 kr. og er hádegisverður og kaffi innifalið í verðinu.

Best er að skrá sig sem fyrst á heimasíðunni því von er á skemmtilegri ráðstefnu og góðri þátttöku. Ráðstefnan fer fram á ensku.

Upp aftur

Vinstri hli

Leturstrir

Upp aftur

Pstlisti
ryggiski

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsknir

51 heimsóknir í dag og 362444 samtals
51 flettingar í dag og 406988 samtals

Vefurinn fr lofti 29.03.2007

Upp aftur