Steinunn Bergmann

http://www.isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Viðurkenning

20.05.2012 18:29 - 4423 lestrar

picture_158vef_120Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf, Ís-Forsa, er hluti norrænna systursamtaka sem vinna að framgangi rannsókna og fagþróunar í félagsráðgjöf. Þann 10. maí 2012 veitti stjórn Ís-Forsa, í þriðja sinn viðurkenningu fyrir framúrskarandi meistararitgerð á sviði velferðarmála. Viðurkenningin var afhent á aðalfundi samtakanna.  Sérstök sérfræðinganefnd metur ritgerðir sem tilnefndar eru af háskólakennurum.

Fimm einstaklingar sem luku meistararitgerð sinni á sviði velferðarmála árið 2011 með framúrskarandi árangri voru tilnefndir. Þeir voru Anna Sigrún Ingimarsdóttir fyrir ritgerð sína Samfélagsleg áföll, viðbrögð félagsráðgjafa, Helga Lind Pálsdóttir fyrir ritgerð sína Rafrænt einelti-skilningur og þekking unglinga, Valgerður Hjartardóttir fyrir ritgerð sína Að eiga samtal við barn þegar foreldri greinist með krabbamein, Þorleifur Níelsson fyrir ritgerð sína Ill meðferð á börnum, Nýjar víddir og vaxandi margbreytileiki og Valur Bjarnason fyrir ritgerð sína Staða og líðan fanga við lok meðferðar. Öll voru nemendur við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Að þessu sinni hlaut Valgerður Hjartardóttir viðurkenninguna fyrir ritgerð sína Að eiga samtal við barn þegar foreldri greinist með krabbamein.

Með árlegri veitingu þessarar viðurkenningar vill stjórn Ís-Forsa stuðla að viðgangi framhaldsnáms á sviði velferðaþjónustu og telur að viðurkenning fyrir framúrskarandi framlag til rannsókna á meistarastigi getur orðið nemum hvatning og stuðlað að vandaðri nýsköpun þekkingar.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Jónsdóttir, formaður Ís-Forsa, í síma 545 8100 eða á netfangið
sigridur.jonsdottir@vel.is.

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti




Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

85 heimsóknir í dag og 617446 samtals
85 flettingar í dag og 686550 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur