Árlega auglýsir Ís-Forsa -samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf, eftir tilnefningum vegna framúrskarandi framlags til rannsókna á meistarastigi. Alls bárust að þessu sinni sex tilnefningar vegna framúrskarandi ritgerðar sem lokið var á árinu 2013.
Viðurkenningu
að þessu sinni hlaut Hugrún Linda Guðmundsdóttir vegna ritgerðar sinnar, Atvinnuleitendur 50+ Þetta er engan veginn eðlilegt ástand. Hugrún er að ljúka MA prófi til starfsréttinda
í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Leiðbeinandi hennar var Guðný Björk Eydal
prófessor við Félagsráðgjafardeild.
Í rannsókninni er fjallað um stöðu eldri atvinnuleitenda í kjölfar efnahagskreppunnar og því áfalli sem atvinnumissir er. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að hér sé fjallað á einstaklega greinargóðan hátt um aðstæður og hagi fólks sem hefur náð 50 ára aldri og býr við langtímaatvinnuleysi. Einnig er það talið ritgerðinni til tekna að niðurstöðurnar eru hagnýtar, þar sem bent er á leiðir til að bregðast við þessari stöðu, með því að þróa lausnir og úrræði og finna leiðir til að nýta þann mannauð og þá reynslu sem þetta fólk býr yfir, sem virðist glatast eins og staðan er í dag. Bent er á að höfundur líti fram á veginn með tillögum til úrbóta sem í felst nýsköpun. Hugtökin styrkleiki valdefling og velsæld eru miðlæg og hægt er að nýta velsældarlíkanið (Nefs dynamic model of wellbeing) sem kynnt er í ritgerðinni með ýmsum hópum í samfélaginu. Fjallað er um stöðu og líðan hóps sem ekki hefur fengið mikla athygli í þeim sviftingum sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum undanfarin ár.