Steinunn Bergmann

http://www.isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Lög

  Lög félags

Samtaka um rannsóknir í félagsráðgjöf

1. gr.  Nafn og  aðsetur

Heiti félagsins er Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf, skammstafað Ís-Forsa. Í samræmi við nöfn norrænna systursamtaka. Aðsetur félagsins er í Reykjavík.

Samtökin eru þverfaglegur félagsskapur fólks sem hefur áhuga á rannsóknum og fagþróun félagsráðgjafar. Samtökin eru óháð stjórnmálaflokkum og fagfélögum.

2. gr. Markmið

Markmið samtakanna er að efla rannsóknir og þróunarstarf á sviði félagsráðgjafar á Íslandi með því að :

 • að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um rannsóknir og þróunarstarf,
 • að efla tengsl og samstarf félagsmanna,
 • að efla þekkingu og færni félagsmanna til að leggja stund á rannsóknir á sviði félagsráðgjafar,
 • að bæta skilyrði fyrir rannsóknum og rannsóknarnámi í félagsráðgjöf,
 • að beita sér fyrir því að miðla þekkingu á rannsóknum og þróunarstarfi. félagsráðgjafar á vettvangi,
 • að stuðla að útgáfu og annars konar kynningu á rannsóknum í félagsráðgjöf,
 • að stuðla að alþjóðlegu rannsóknar- og þróunarsamstarfi í félagsráðgjöf.

 

3.gr.  Félagsaðild og félagsgjöld

Félagar geta þeir einstaklingar orðið sem hafa áhuga á rannsóknum og þróunarstarfi á sviði félagsráðgjafar. Félög og stofnanir geta gerst styrktarfélagar.

Starfs- og reikningsár félagsins er almanaksárið. Félagsgjöld til félagsins skulu greidd fyrir 1. apríl. Gjaldkeri annast fjárreiður félagsins..

Aðalfundur ákveður félagsgjöld fyrir eitt ár í senn. Félagsaðild er staðfest með greiðslu félagsgjalda.

Endurskoðaða reikninga félagsins skal leggja fyrir aðalfund til samþykktar. Reikningar skulu vera aðgengilegir félagsmönnum á skrifstofu félagsins sjö dögum fyrir aðalfund.

 

4.gr.  Starfsemi

Upplýsingar til félagsmanna skulu eiga sér stað gegnum heimasíðu félagsins. Á henni skal boða til funda, tilkynna um fræðslufundi, ráðstefnur og málþing, veita upplýsingar um gagnlegar vefslóðir o. s. frv.

 

5. gr. Stjórnskipulag

Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins. Fundurinn kýs félaginu stjórn sem annast málefni þess milli aðalfunda. Aðalfundur kýs tvo skoðunarmenn reikninga félagsins. Stjórn félagsins skipar starfsnefndir eftir því sem hún telur ástæðu til.

Stjórn félagsins boðar til aðalfundar með upplýsingum um stund og stað til allra félaga með minnst mánaðar fyrirvara.

 

6. gr. Stjórn

Stjórn félagsins skipa 5 menn, allir kjörnir til tveggja ára. Kjósa skal formann sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum og kýs varaformann, ritara og gjaldkera. Tveir varamenn skulu kosnir til tveggja ára.

Hætti stjórnarmaður í félaginu á kjörtímabilinu skal varamaður taka sæti hans til næsta aðalfundar, en þá skal kjósa stjórnarmann í stað hans til loka kjörtímabils hans. Tillögur um stjórnarmenn skulu sendar stjórninni eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.

Formaður boðar stjórn og sendir út dagskrá. Gjaldkeri hefur umsjón með fjárreiðum félagsins.

Stjórn er ákvörðunarhæf þegar minnst þrír stjórnarmenn eru til staðarStjórnin heldur minnst tvo fundi á ári. Stjórn ber ábyrgð á daglegri starfsemi félagsins milli aðalfunda.

 

7.gr. Aðalfundur

Boða skal til aðalfundar einu sinni á ári í apríl.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

 • Kosning fundarstjóra og ritara
 • Skýrsla stjórnar
 • Skýrslur nefnda og starfshópa eftir því sem við á
 • Reikningar félagsins
 • Lagabreytingar
 • Ákvörðun félagsgjalda
 • Stjórnarkjör
 • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
 • Önnur mál.

Kosið skal skriflega sé þess óskað. Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Aðalfundur telst löglegur sé löglega til hans boðað.

Í tengslum við aðalfund er haldið málþing um efni sem stjórn hefur ákveðið.

Tillögur fyrir aðalfund skulu berast til stjórnar þremur vikum fyrir aðalfund.

 

8. gr.  Félagsfundur

Almenna félagsfundi skal stjórnin halda um félagsmálefni þegar ástæða þykir til. Til félagsfunda skal boða með tilkynningu til félagsmanna eða auglýsingu.

 

9. gr. Breytingar á lögum

Tillögur um breytingar á lögum skal senda stjórn félagsins fyrir lok starfsárs og skulu þær lagðar fyrir næsta aðalfund. Fram komnar tillögur og/eða tillögur stjórnar til breytinga á lögum skulu kynntar félagsmönnum í fundarboði. Breyting á lögum öðlast ekki gildi nema hún sé samþykkt með minnst 2/3 hlutum greiddra atkvæða fundarmanna á löglega boðuðum aðalfundi.

10.gr.  Lagabreytingar og upplausn félagsins

 

Lagabreytingar og ákvörðun um upplausn félagsins er aðeins möguleg ef minnst 2/3af viðstöddum félagsmönnum á aðalfundi greiða því atkvæði. Af ákveðið er að leggja félagið niður ákveður stjórn hvernig koma skuli eignum félagsins fyrir. Við félagsslit skal eignum félagsins ráðstafað í samræmi við markmið félagsins

 

Ákvæði til bráðabirgða

Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. laga skal á stofnfundi félagsins kjósa tvo stjórnarmenn, formann og tvo meðstjórnendur, til tveggja ára og tvo til þriggja ára.

 

Samþykkt á aðalfundi félagsins og stofnfundi þann 5. apríl 2002.

Guðrún Kristinsdóttir             Halldór Guðmundsson            Halldór Gunnarsson

Lára Björnsdóttir                    Sigrún Júlíusdóttir

 

© dr. Guðrún Kristinsdóttir prófessor Kennaraháskóla Íslands

  netfang gkrist@khi.is   - síðast breytt 16.01.2007

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti
Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

114 heimsóknir í dag og 551563 samtals
114 flettingar í dag og 614251 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur