Steinunn Bergmann

http://www.isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Málþing 2006/7

RÁÐSTEFNA 2007

Mótum framtíð - stefnur og straumar í félagslegri þjónustu

Ráðstefna á Nordica Hótel dagana 29. og 30. mars 2007.

Félagsmálaráðuneytið í samvinnu við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Rauða kross Íslands,Ís-Forsa og fjölmarga hagsmunaaðila sem láta sig varða félagslega þjónustu.

VIÐ HVETJUM ALLA FÉLAGA TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í ÞESSARI FJÖLBREYTTU RÁÐSTEFNU

Dagskrá ráðstefnunnar.

 

Hér fyrir neðan er frétt af heimasíðu Félagsmálaráðuneytisins: 

Vel heppnuð og fjölsótt ráðstefna

2.4.2007

Þátttaka í ráðstefnunni mótum framtíð um stefnur og strauma í félagslegri þjónustu á Nordica hotel fór fram úr björtustu vonum. Um 600 gestir sóttu ráðstefnuna á fimmtudag og 400 á föstudag. Fyrirlesarar og málshefjendur í málstofum voru liðlega 100 talsins.

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sleit ráðstefnunni með móttöku í beinu framhaldi af því að 81 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Ísland, undirritaði tímamótasamning um réttindi fatlaðra.

Við sama tækifæri gaf MND-félagið MND-teymi Landspítala – háskólasjúkrahúss tækjabúnað, fólkslyftu og hóstavél, sem gagnast sjúklingum með taugahrörnunarsjúkdóminn. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, afhenti Kristínu Einarsdóttur iðjuþjálfa gjöfina. Við upphaf ráðstefnunnar á fimmtudag höfðu Magnús Stefánsson og Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, tilkynnt um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að ráðast í tilraunaverkefni um notendastýrða þjónustu sem mun taka til fjögurra til sex einstaklinga sem þurfa á öndunarvélaþjónustu að halda vegna slysa eða sjúkdóma svo sem MND.

Félagsmálaráðuneytið stóð fyrir ráðstefnunni mótum framtíð í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Rauða kross Íslands, Ís-Forsa og fjölmarga hagsmunaaðila sem láta sig félagslega þjónustu varða.

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti




Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

286 heimsóknir í dag og 611445 samtals
286 flettingar í dag og 679980 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur