Steinunn Bergmann

http://www.isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Stofnfundur

SAMTÖK UM RANNSÓKNIR Í FÉLAGSRÁÐGJÖF Á ÍSLANDI

Dagsetning og tími: 5. apríl, 2002, kl. 15:00

Fundarstaður: Síðumúli 39, Reykjavík.

FUNDARGERÐ STOFNFUNDAR

1. Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri setti fundinn og bar fram kveðjur frá Forsa félögunum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Jafnframt bar Lára upp tillögur um að Steinunn Hrafnsdóttir, stundakennari í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og starfandi fræðimaður í Reykjavíkur-Akademíunni yrði fundarstjóri og að Freydís Jóna Freysteinsdóttir, lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands yrði ritari og voru þær tillögur samþykktar.

2. Guðrún Kristinsdóttir, prófessor tók næst til máls og bar fram kveðjur frá einstaklingum sem hefðu áhuga á að ganga í félagið en sáu sér ekki fært að mæta á stofnfundinn. Guðrún gerði jafnframt grein fyrir undirbúningi að stofnun ÍSFORSA, sem væru samtök opið öllum þeim sem hefðu áhuga á rannsóknum í félagsráðgjöf.

Markmiðið með stofnun félagsins væri að stuðla enn frekar að meiri tengingu fræða og fags og að taka þátt í norrænu samstarfi sem gæti meðal annars komið fram í fleiri birtum greinum á íslensku og í því tækifæri að vera með í norrænu ráðstefnuhaldi á vegum FORSA.

3. Ulla Habermann, félagsráðgjafi og sérfræðingur við Kaupmannahafnarháskóla var heiðursgestur fundarins tók til máls og lýsti yfir ánægju sinni með stofnun samtakanna hér á landi.

4. Steinunn Hrafnsdóttir fundarstjóri fór yfir drög að lögum félagsins. Tvær breytingartillögur voru gerðar og samþykktar. Fólu þær í sér viðbætur við 3. grein laganna: Í 1. mgr. 3.gr bætist orðið “einstaklingar”, þannig að standi: Félagar geti þeir einstaklingar orðið...” Þá komi: "Félög og stofnanir geta gerst styrktaraðilar." Lögin voru samþykkt með breytingartillögum þessum og tillaga um félagsgjald upp á 1.800 kr. var samþykkt.

5. Fundastjóri bar upp tillögur um stjórnarmenn, formann og endurskoðunarmenn reikninga samtakanna sem voru samþykktar. Eftirfarandi aðilar voru tilnefndir í stjórn félagsins: Halldór Guðmundsson, félagsmálastjóri á Dalvík og formaður félags félagsmálastjóra, Halldór Gunnarsson, formaður landssamtakanna Þroskahjálpar, Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri í Reykjavík og Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Tilnefndir sem varamenn voru: Helga Þórólfsdóttir, skrifstofustjóri hjá Rauða Krossinum og Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Guðrún Kristinsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands var tilnefnd sem formaður félagsins. Jafnframt voru Guðný Björk Eydal, lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá á þróunarsviði hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík tilnefndar sem endurskoðunarmenn reikninga.

6. Fleiri mál voru ekki á dagskrá og fundi var slitið af Steinunni Hrafnsdóttur fundarstjóra kl. 16:00.

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti
Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

160 heimsóknir í dag og 551609 samtals
160 flettingar í dag og 614297 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur